Þorsteinn Magnús Jónsson fæddist 30. desember 1930. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 15. október 2024.
Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson frá Eyvindartungu í Laugardal, f. 14. apríl 1894, d. 22. maí 1971, og Sigríður Tómasdóttir frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, f. 10. október 1901, d. 9. maí 1981. Þau voru bændur á Þóroddsstöðum.
Þorsteinn var næstelstur systkina sinna, sem voru Margrét, f. 1929, Tómas, f. 1933, Arnheiður, f. 1937, og Guðrún Erna, f. 1942. Þau Tómas og Guðrún eru eftirlifandi.
Þorsteinn gekk í barnaskólann í Hveragerði og grunnskólann þar í tvo vetur. Hann vann að búi foreldra sinna og var þrjár eða fjórar vertíðir í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Hann tók við búinu árið 1955 og rak búskap á Þóroddsstöðum til 1976, þegar hann varð að láta af búskap. Hann
...