40 ára Ásta Birna ólst upp í Grafarvogi en býr í Mosfellsbæ. Hún er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og vinnur í Fjallakofanum við innkaup og sölu. Ásta Birna er fv. landsliðskona í handbolta og fór tvisvar á Evrópumót og einu sinni á heimsmeistaramót. Hún spilaði með Fram, varð nokkrum sinnum bikarmeistari og Íslandsmeistari 2013. Áhugamálin eru útivist og hreyfing.


Fjölskylda Eiginmaður Ástu Birnu er Kjartan Fannar Grétarsson, f. 1982, vinnur við smíðar. Sonur þeirra er Úlfur, f. 2018. Foreldrar Ástu Birnu eru hjónin Gunnar Bjarnason, f. 1952, jarðfræðingur, og Sigríður Birna Björnsdóttir, f. 1956, vann hjá Landsbankanum, búsett í Grafarvogi.