Árni Árnason
Á undanförnum misserum og árum hefur hvolfst yfir okkur varhugaverð þróun í orkumálum sem er alls ekki í þágu þjóðarinnar. Fram að því gátum við hrósað happi yfir því að orkan okkar, sem framleidd er og virkjuð af fyrirtækjum í almannaeigu og dreift um landið af dreifiveitum sem sömuleiðis eru í almannaeigu, var sameign okkar allra og orkuverð endurspeglaði vilja til þess að þjóðin fengi að njóta þessara auðæfa sinna.
Nú kveður því miður við annan tón. Með gullhúðun ákvæða í samningnum um evrópska efnahagssvæðið eru sterk öfl að verki við að einkavæða orkusöluna. Það var ekki óþekkt fyrir að öfl í stjórnkerfinu ynnu að því öllum árum að koma eigum almennings í hendur einkaaðila, undir ýmsu fölsku yfirskini.
Aðstæður í orkumálum á meginlandi Evrópu eru gjörólíkar okkar. Vel má vera að
...