Eyrún Eva Gunnarsdóttir fæddist 25. október 1991. Hún lést 28. september 2024.

Útförin Eyrúnar fór fram 14. október 2024.

Lífið færir okkur ýmislegt að takast á við, misþungt og erfitt og alls konar. Eyrún Eva þurfti að takast á við ýmsar stórar áskoranir í lífinu, en gerði það með reisn og bar höfuðið hátt. En síðasta baráttan vannst ekki og því skrifa ég þessi orð á blað.

Eyrún tókst á við sín verkefni af festu og einurð, hún stráði gleði í kringum sig og átti traustan vinahóp. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá hana í vinnu til mín um tíma á síðasta ári, hún fetaði sig inn á vinnumarkaðinn í hægum skrefum og mætti þegar hún gat. Það þurfti ekkert mikið að segja henni til, hún var fljót að tileinka sér vinnuna og ekkert vafðist fyrir henni. Við áttum gæðastundir saman í búðinni, spjall um daginn

...