Landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson og liðsfélagar þeirra í þýska liðinu Melsungen mæta Val í Evrópudeildinni í handbolta á Hlíðarenda í kvöld. Þau mættust fyrir viku í Þýskalandi og vann Melsungen þá 15 marka sigur. „Það var skrítin tilfinning að mæta íslensku liði með útlensku félagsliði, ég viðurkenni það,“ sagði Elvar m.a. í samtali við Morgunblaðið. » 27