Tvær sýningar verða opnaðar í Gerðarsafni á morgun, miðvikudaginn 30. október, kl. 18. Annars vegar sýning Finnboga Péturssonar, Parabóla, og hins vegar sýning Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur, Óstöðugt land. Segir í tilkynningu að rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir flytji hugleiðingu og opni sýningarnar og á Parabólu geri Finnbogi takt jarðar sýnilegan en Óstöðugt land byggist á viðtölum við einstaklinga sem hafi ferðast til Surtseyjar.