Nýlegar rannsóknir benda til að hægt hafi á flutningi hlýsjávar úr suðri til norðurs sem haft geti hörmulegar afleiðingar við Norður-Atlantshaf.
Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson

Hjörleifur Guttormsson

Nær aldarþriðjungur er liðinn frá því Ríó-ráðstefnan 1992 var haldin þar sem gerðar voru samþykktir sem verða skyldu leiðarstef fyrir þróun mannkyns inn í framtíðina. Um var að ræða samningana um loftslagsbreytingar og um líffræðilega fjölbreytni. Sá fyrrnefndi hefur verið meira áberandi í alþjóðlegri umræðu og styrktur í áföngum. Það gerðist fyrst með Kýótó-bókuninni 1997 og síðar með Parísarsamkomulaginu árið 2015, sem flestar þjóðir heims hafa gerst aðilar að.

Loftslagssamningurinn gerir ráð fyrir að hækkun meðalhita á jörðinni verði haldið sem næst 1,5 gráðum og fari ekki yfir 2 gráður á Celsius. Haldnir hafa verið árlegir fundir aðildarríkja þessa samnings, sá síðasti (COP 28) í desember 2023 í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skammt er nú í næsta fund (COP 29) sem halda á 11.-22. nóvember í Bakú í Aserbaídsjan.

...