Stjórnmálamenn hafa margir haft þann kæk að blása upp fundi hér og þar um meint mikilvægi.
Það telja þeir réttlæta fjöldaferðir manna héðan, með ærnum kostnaði fyrir borgarsjóð sem er á hausnum og má því illa við að út úr honum sé snýttur ríflegur ferða- og hótelkostnaður, þar sem ferðalangar á dagpeningum gera minna en ekkert gagn. Fáir hafa gleymt því þegar Dagur borgarstjóri fór með á annan tug manna á loftslagsráðstefnu í París, sem ekki er vitað til að nokkurt gagn hafi gert fyrir Reykjavík eða Ísland.
Erindi hinnar úttútnuðu sendinefndar var ekki annað en að afhenda bréf frá borgaryfirvöldum sem rúllað var upp og stungið í hólk, sem ekki var opnaður svo munað væri. Sendinefndin taldist í tugum og tók aðeins fáeinar mínútur að afhenda hólkinn og var þá erindi reykvísku sendinefndarinnar lokið. Mun öruggara og ódýrara hefði verið að
...