Guðrún Esther Árnadóttir fæddist 13. ágúst 1940. Hún lést 1.október 2024.
Útför Guðrúnar fór fram 21. október 2024.
Í barnabókum og bíómyndum er oft að finna skemmtilegu, hispurslausu og lífsglöðu frænkuna sem bæði gefur og gleður. Ég var svo heppin að eiga svoleiðis frænku í alvörunni. Gunna hló hátt og brosti eftirminnilega. Hún átti ævintýralegan garð í húsinu sínu í Mosfellsbæ með endalausum rabarbara og feikinægum sykri í eldhúsinu þar sem kisi réð lengi ríkjum. Þar voru fjársjóðir í öllum hornum, ekki síst í skrifborðinu hans Nonna sem þolinmóður dró fram áttavita, stækkunargler og hin ýmsu tæki og tól fyrir forvitin barnsaugun. Gunna kynnti okkur systur fyrir leikhúsi Mosfellsbæjar þar sem hún tók þátt í uppsetningum á fleiri verkum en ég kann að telja og leyfði okkur að gramsa í búningunum baksviðs eða spjalla við dvergana
...