Arnór Gauti Jónsson varð á sunnudag Íslandsmeistari í fótbolta í fyrsta skipti er Breiðablik vann sannfærandi 3:0-útisigur á Víkingi í úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar. Arnór kom til Breiðabliks frá Fylki fyrir tímabilið og var í stóru hlutverki síðari hluta þess
Íslandsmeistari Arnór Gauti Jónsson með boltann í Víkinni á sunnudagskvöld. Blikar unnu sannfærandi, 3:0, og urðu meistarar í þriðja sinn.
Íslandsmeistari Arnór Gauti Jónsson með boltann í Víkinni á sunnudagskvöld. Blikar unnu sannfærandi, 3:0, og urðu meistarar í þriðja sinn. — Morgunblaðið/Hákon

Íslandsmeistari

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Arnór Gauti Jónsson varð á sunnudag Íslandsmeistari í fótbolta í fyrsta skipti er Breiðablik vann sannfærandi 3:0-útisigur á Víkingi í úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar. Arnór kom til Breiðabliks frá Fylki fyrir tímabilið og var í stóru hlutverki síðari hluta þess.

„Tilfinningin var gjörsamlega ólýsanleg og sturluð. Maður vinnur alltaf að þessu, en ég var í Fylki þar sem ég fékk ekki smjörþef af titilbaráttu. Það er því sturluð tilfinning að enda þetta tímabil svona, með 3:0-sigri í Víkinni og þessari frammistöðu,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

„Það er gott að öll þessi vinna sem maður leggur á sig er að skila sér. Titillinn er að

...