Spænska knattspyrnufólkið Rodri og Aitana Bonmatí hlaut í gær Gullboltann, Ballon d'Or, á verðlaunahátíð í París. Rodri var að vinna til verðlaunanna í fyrsta skipti en Bonmatí annað árið í röð. Rodri átti sinn þátt í að spænska landsliðið varð…
Fyrsti Spánverjinn Rodri fékk sinn fyrsta Gullbolta í gærkvöldi.
Fyrsti Spánverjinn Rodri fékk sinn fyrsta Gullbolta í gærkvöldi. — AFP/Franck Fife

Spænska knattspyrnufólkið Rodri og Aitana Bonmatí hlaut í gær Gullboltann, Ballon d'Or, á verðlaunahátíð í París. Rodri var að vinna til verðlaunanna í fyrsta skipti en Bonmatí annað árið í röð.

Rodri átti sinn þátt í að spænska landsliðið varð Evrópumeistari í sumar og þá hefur hann verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Hann vann þrefalt með City á síðasta ári er liðið varð Evrópumeistari, bikarmeistari og enskur meistari. Skoraði hann sigurmark City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Bonmatí hefur orðið heimsmeistari með Spánverjum og Evrópumeistari með Barcelona í tvígang á undanförnum 18 mánuðum og er í lykilhlutverki hjá báðum liðum.

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir endaði í 22. sæti

...