Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Þúsundir hlýddu kalli stjórnarandstöðuflokkanna í Georgíu og söfuðust saman utan við þinghúsið í miðborg Tblisi, höfuðborgar landsins, síðdegis í gær til að mótmæla úrslitum þingkosninga þar í landi á laugardag.
Stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn var lýstur sigurvegari í þingkosningum. Flokkurinn hefur verið bendlaður við yfirvöld í Rússlandi og er sagður ætla sér að efla tengsl Georgíu og Rússlands á kostnað tengsla Georgíu við Vesturlönd. Stjórnarandstaðan hefur sakað flokkinn um að hafa
...