Það var hvasst, kalt og vott á Þingvöllum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseta bar að garði síðdegis í gær. Hann steig út úr bíl sínum, snaraðist úr jakkanum og arkaði í gegnum suddann að Þingvallabænum, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók á móti gestinum
Leiðtogar Petteri Orpo, Mette Frederiksen, Ulf Kristersson, Selenskí, Bjarni Benediktsson og Jonas Gahr Støre.
Leiðtogar Petteri Orpo, Mette Frederiksen, Ulf Kristersson, Selenskí, Bjarni Benediktsson og Jonas Gahr Støre. — Morgunblaðið/Karítas

Andrés Magnússon

Iðunn Andrésdóttir

Það var hvasst, kalt og vott á Þingvöllum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseta bar að garði síðdegis í gær. Hann steig út úr bíl sínum, snaraðist úr jakkanum og arkaði í gegnum suddann að Þingvallabænum, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók á móti gestinum.

Bjarni bauð Selenskí velkominn á ensku og sagði nokkur orð um fundarstaðinn, helgi Þingvalla í huga Íslendinga og merkingu þeirra fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Úkraínumenn stæðu í sams konar baráttu við óvæginn innrásarher, þeir berðust fyrir frelsi lands síns, framtíð barna sinna og sjálfstæði, en einnig virðingu fyrir alþjóðalögum.

Selenskí þakkaði fyrir sig og sagði Úkraínumenn kunna að meta vináttu og stuðning Íslendinga allt frá

...