Haukur Árnason fæddist á Akureyri 29. janúar 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 29. september 2024.

Foreldrar hans voru Árni Valdimarsson og Ágústa Gunnlaugsdóttir. Systkini Hauks voru Sverrir, Ragnar, Emma, Hreinn og Unnur Berg sem lifir bróður sinn. Hreinn lést mjög ungur.

Fyrri eiginkona Hauks var Elín Bjarnadóttir frá Blöndudalshólum, f. 23.9. 1927, d. 8.2. 2021. Haukur og Elín eignuðust fjögur börn.

1) Sigurjón, f. 18.2. 1955, verkfræðingur. Eiginkona hans er Sigrún Hrafnsdóttir, f. 1953, dætur þeirra eru: a) Þórný, f. 1984, maki Pavel Bessarab, börn: Lev, Rúnar Alexander, Nína og Lilia. b) Anna, f. 1987, maki Valgeir M. Levy, börn: Grímur Hrafn, Brynja Sigurrós og Skjöldur Örn. Sonur Sigurjóns og Bjargar Þórarinsdóttur er Haukur, f. 1977, maki Heiðrún

...