Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kom til Íslands í gær og hélt rakleiðis til Þingvalla, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók á móti honum. Þeir gengu til um klukkustundar langs fundar í Þingvallabænum, en sögðu nokkur orð við blaðamenn á hlaðinu
Þingvellir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsir Þingvöllum og fjallahringnum með tilþrifum fyrir Volodimír Selenskí Úkraínuforseta utan við Gestastofuna á Hakinu þegar rofaði til í gær.
Þingvellir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsir Þingvöllum og fjallahringnum með tilþrifum fyrir Volodimír Selenskí Úkraínuforseta utan við Gestastofuna á Hakinu þegar rofaði til í gær. — Morgunblaðið/Karítas

Andrés Magnússon

Iðunn Andrésdóttir

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kom til Íslands í gær og hélt rakleiðis til Þingvalla, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók á móti honum. Þeir gengu til um klukkustundar langs fundar í Þingvallabænum, en sögðu nokkur orð við blaðamenn á hlaðinu.

„Ég óska ykkur friðar,“ svaraði Selenskí alvörugefinn þegar Morgunblaðið spurði hvaða skilaboð hann vildi flytja Íslendingum.

„Ég held að stærsta gildi sem fólk getur haft sé friður. Auðvitað líka lýðræði og frelsi. Frelsi er gífurlega mikilvægt. Það er það sem ég óska ykkur.“

...