30 ára Marta er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og býr þar. Hún er með meistaragráðu í leikskólafræðum frá Háskóla Íslands og er hópstjóri á leikskólanum Sóla. Áhugamálin eru fjölskyldan, vinir og ferðalög.
Fjölskylda Maki Mörtu er Þorsteinn Ívar Þorsteinsson, f. 1987, yfirmatreiðslumaður hjá Laxey. Börn þeirra eru Elísabet Jóna, f. 2019, og Brynjar Karl, f. 2022. Foreldrar Mörtu eru hjónin Karl Helgason, f. 1964, vinnur hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, og Jóna Kristín Guðmundsdóttir, f. 1960, húsmóðir, búsett í Vestmannaeyjum.