Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fyrir helgi sendi Ingibjörg Azima, básúnuleikari, málmblásturskennari og tónskáld, frá sér geisladiskinn Logn með 11 lögum við ljóð fjögurra íslenskra skálda. Lögin samdi Ingibjörg á árunum 2009 til 2022. „Smám saman sá ég að ég var komin með efni á disk en yngsta lagið er það eina sem er samið sérstaklega fyrir plötuna,“ segir hún. Í bæklingi, sem fylgir disknum, kemur fram að lögin séu algjörlega innblásin af ljóðunum.

Ingibjörg lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins 1994 og var síðan í framhaldsnámi í Svíþjóð, þar sem hún starfaði í mörg ár. „Þar byrjaði ég að semja tónlist,“ rifjar hún upp. Ólöf Sigursveinsdóttir vinkona hennar pantaði ljóðaflokk og úr varð geisladiskurinn Vorljóð á ýli með níu lögum við

...