Tryggvi Kristjánsson fæddist 28. september 1936. Hann lést 17. september 2024. Útför Tryggva fór fram 7. október 2024.

Minningar sem komu upp í hugann á morgni útfarardags Tryggva Kristjánssonar.

Í dag í dásamlegu veðri haustsins er borinn til grafar okkar kæri vinur Tryggvi Kristjánsson. Ég verð að kveðja hann með fáum og fátæklegum orðum. Þakka fyrir allt. Að kynnast manni eins og Tryggva var að vinna í happdrætti lífsins. Elskulegur vinur og fyrrverandi nágranni, tryggur og traustur sem bjarg alla tíð. Nú er komið að kveðjustund. En sem betur fer eigum við hjónin margar góðar minningar um Tryggva. Ungur giftist hann æskuvinkonu minni henni Björk og um sama leyti giftist ég mínum eiginmanni. Við byrjuðum búskapinn öll ung og ástfangin og nokkur ár bjuggum við í tveimur litlum íbúðum uppi í risi á Miðstræti 8a. Þetta voru svona pínulitlar íbúðir

...