Erlendur Friðriksson fæddist 17. apríl 1953. Hann lést 7. september 2024.
Útför Erlends fór fram 23. september 2024.
Það var erfitt að trúa því að kær bróðir minn og vinur væri látinn eftir erfið veikindi. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma eftir erfiða hjartaaðgerð í Svíþjóð fyrir tveimur árum að heilsufar Linda átti á brattann að sækja. Í daglegum símtölum okkar fann ég vel fyrir þeirri von bróður míns að heilsan færi að taka við sér og hann endurheimti orku og þrek. En þrátt fyrir góðar vonir og væntingar náði heilsa hans ekki að tryggja honum þau lífsgæði sem Lindi sóttist eftir.
Lindi var yngstur okkar bræðra frá Fagurhlíð í Sandgerði, þar sem lífið var leikur og mikið fjör á líflegu heimili. Prakkarastrik og hvers konar fíflagangur var það sem allt snerist um og hefðbundna leiki á bryggjunni
...