Valdís Ingibjörg Jónsdóttir
Ég vil koma hér fram með nokkuð sem ég tel að vanti í umræðuna um réttindi kennara, en sem þarf að koma fram að mínu viti. Sjálf er ég í grunninn grunnskólakennari og þekki því þetta starf. En ég er líka raddmeinafræðingur og þekki því starfið út frá þeirri hlið ansi vel. Sú hlið er dökk því til mín leita kennarar þegar röddin er komin í þrot. Eftir 20 ára starf sem talmeinafræðingur úti í skólunum veit ég að það er aðeins blátoppurinn á ísjakanum.
Skert lífsgæði
Fjöldi kennara hefur siglt með röddina í þrot en leitar sér ekki hjálpar. Það er sorglegt ef fólk tekur því sem sjálfsögðum hlut að fórnarkostnaður starfsins sé að missa röddina þannig að það geti ekki sungið lengur, sé með tímabundinn raddmissi og minnkað raddþol, m.ö.o. skert lífsgæði. Það er hollt að muna að við erum að missa
...