Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson

Boðað hef­ur verið til stjórn­ar­fund­ar í VR í kvöld en þar hyggst Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formaður VR til­kynna stjórn­inni að hann taki sér leyfi frá störf­um á meðan kosn­inga­bar­átt­an stend­ur yfir.

Ragn­ar Þór, sem skip­ar fyrsta sæti á lista Flokks fólks­ins í Reykja­vík norður í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, seg­ir við mbl.is að það muni ekki ganga upp að vera í fullu starfi á tveim­ur stöðum, nái hann kjöri.

„Ef ég næ kjöri inn á þing, þá verð ég bara að sjá til hvað ger­ist ef það ger­ist, en það hef­ur ekki staðið til að vera í fullu starfi á tveim­ur stöðum. Það geng­ur aug­ljós­lega ekki upp,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.