Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk þegar þýska liðið Melsungen vann sannfærandi heimasigur á Val, 36:21, í Evrópudeildinni í handbolta fyrir viku. Þau mætast síðan aftur á heimavelli Vals á Hlíðarenda klukkan 19.45 í kvöld
Negla Elvar Örn Jónsson neglir að marki Vals í treyju Melsungen í leik liðanna í Kassel í Þýskalandi fyrir viku. Hann mætir Val aftur í kvöld.
Negla Elvar Örn Jónsson neglir að marki Vals í treyju Melsungen í leik liðanna í Kassel í Þýskalandi fyrir viku. Hann mætir Val aftur í kvöld. — Ljósmynd/Melsungen

Evrópudeildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk þegar þýska liðið Melsungen vann sannfærandi heimasigur á Val, 36:21, í Evrópudeildinni í handbolta fyrir viku. Þau mætast síðan aftur á heimavelli Vals á Hlíðarenda klukkan 19.45 í kvöld.

Arnar Freyr Arnarsson spilar einnig með Melsungen, sem er á toppi F-riðils með sex stig, fullt hús stiga, eftir þrjá leiki. Valur er á botninum með eitt stig.

„Það var skrítin tilfinning að mæta íslensku liði með útlensku félagsliði, ég viðurkenni það. Það er samt alltaf skemmtilegt að hitta íslenska leikmenn,“ sagði Elvar í samtali við Morgunblaðið.

„Þegar maður var kominn

...