Meistari Ísak Snær Þorvaldsson fagnar á verðlaunapallinum.
Meistari Ísak Snær Þorvaldsson fagnar á verðlaunapallinum. — Morgunblaðið/Hákon

Ísak Snær Þorvaldsson, sóknarmaður Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í 27. og síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Ísak lék frábærlega í fyrrakvöld þegar Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og skoraði tvö fyrri mörk þeirra í sigrinum á Víkingi, 3:0.

Hann fékk hæstu einkunn fyrir frammistöðu sína, þrjú M, en Blikarnir fengu samtals ellefu M hjá Morgunblaðinu fyrir magnaðan leik sinn á Víkingsvellinum. Félagi hans, Arnór Gauti Jónsson, fékk tvö M eftir stórgóðan leik sem varnartengiliður.

Arnóri er stillt upp í öftustu línu úrvalsliðs umferðarinnar hér til hliðar en það er vegna þess að sóknar- og miðjumenn skyggðu verulega á varnarmenn í þessari lokaumferð deildarinnar.

...