Harpa Yo-Yo Ma leikur Elgar Hildur Guðnadóttir ★★★★· Elgar ★★★★★ Stravinskíj ★★★★½ Tónlist: Hildur Guðnadóttir (The Fact of the Matter), Edward Elgar (Sellókonsert), Igor Stravinskíj (Petrúshka, svíta). Einleikari: Yo-Yo Ma. Kór: Söngflokkurinn Hljómeyki. Kórstjóri: Stefan Sand. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen. Tónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 24. október 2024.
Innlifun „Ég var sannarlega með gæsahúð allan tímann,“ segir rýnir um flutning Yo-Yo Ma á einu verkanna.
Innlifun „Ég var sannarlega með gæsahúð allan tímann,“ segir rýnir um flutning Yo-Yo Ma á einu verkanna. — Morgunblaðið/Karítas

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Kveikjan að verki Hildar Guðnadóttur (f. 1982) var að sögn áhyggjur af „þjóðfélagsumræðu undangenginna ára“. Þannig helgaðist hún af sundrungu, einmitt þegar tímar kölluðu á samstöðu. Verkið, The Fact of the Matter, er í fjórum þáttum. Í fyrsta þætti réði einfaldleikinn ríkjum með glæsilegum kórsöng Söngflokksins Hljómeykis (rétt eins og í verkinu öllu), auk þess sem ólík hljóðfæri og hljóðfærahópar kölluðust á. Tónsmíðin gerðist áleitnari eftir því sem á leið, þar með talið í ómstríðum 2. þætti og ívið þyngri 3. kafla. Þá voru hljómarnir orðnir einkar þykkir í 4. þættinum, þar sem þeir hljómuðu hver af öðrum með vaxandi

...