Harpa Yo-Yo Ma leikur Elgar Hildur Guðnadóttir ★★★★· Elgar ★★★★★ Stravinskíj ★★★★½ Tónlist: Hildur Guðnadóttir (The Fact of the Matter), Edward Elgar (Sellókonsert), Igor Stravinskíj (Petrúshka, svíta). Einleikari: Yo-Yo Ma. Kór: Söngflokkurinn Hljómeyki. Kórstjóri: Stefan Sand. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen. Tónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 24. október 2024.
Tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Kveikjan að verki Hildar Guðnadóttur (f. 1982) var að sögn áhyggjur af „þjóðfélagsumræðu undangenginna ára“. Þannig helgaðist hún af sundrungu, einmitt þegar tímar kölluðu á samstöðu. Verkið, The Fact of the Matter, er í fjórum þáttum. Í fyrsta þætti réði einfaldleikinn ríkjum með glæsilegum kórsöng Söngflokksins Hljómeykis (rétt eins og í verkinu öllu), auk þess sem ólík hljóðfæri og hljóðfærahópar kölluðust á. Tónsmíðin gerðist áleitnari eftir því sem á leið, þar með talið í ómstríðum 2. þætti og ívið þyngri 3. kafla. Þá voru hljómarnir orðnir einkar þykkir í 4. þættinum, þar sem þeir hljómuðu hver af öðrum með vaxandi
...