Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Vörumerkjastofan brandr stendur nú í fimmta sinn fyrir vali á bestu íslensku vörumerkjunum. Þetta er metnaðarfullt verkefni, eins og heyra má á orðum Írisar Mjallar Gylfadóttur framkvæmdastjóra, en hún segir í samtali við Morgunblaðið að verkefnið hafi skilað auknu umtali um mikilvægi vörumerkja og lyft umræðunni á hærra plan.
Valnefndin í ár hefur lokið störfum og tilnefningar verða birtar innan tíðar. Líkt og áður eru fimm vörumerki tilnefnd í hverjum flokki en almenningi gafst einnig kostur á að tilnefna fyrirtæki á vefsíðunni brandr.is.
Úrslit verða kunngjörð í febrúar næstkomandi.
Bláa lónið vann
Á síðasta
...