Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar O (Hringur) var valin besta evrópska stuttmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Með þessum verðlaunum verður myndin í hópi þeirra sem taka þátt í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. O (Hringur) er sögð ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Með aðalhlutverk fer Ingvar E. Sigurðsson. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið sýnd víða um heim.
Rúnar hefur einnig vakið athygli nýlega fyrir Ljósbrot en aðalleikkona myndarinnar, Elín Hall, var valin besta leikkonan á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago. „Við erum afar ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hafa hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem kemur að báðum myndunum og við eigum því mikið að þakka. Þessi vegferð
...