Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um eftirmiðdaginn í gær þegar forsætisráðherrar Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar mættu þar einn af öðrum á einkaþotum sínum. Lentu þoturnar þar með svo stuttu millibili að beðið var þar til allar þrjár höfðu lent áður en farþegum þeirra var hleypt út.
Íbúar höfuðborgarinnar urðu annars vel varir við komu þjóðarleiðtoganna til Íslands, þar sem lögreglan lokaði götum til þess að tryggja örugga ferð þeirra á milli staða. Um þrjú hundruð lögreglumenn sinna nú öryggi vegna fundarins, og þá veitti þyrla
...