Stundum kemur upp rakið afturhvarf til fortíðar, þar sem gamlar kenningar eða kreddur eru vaktar upp. Þær þykja kannski sniðugar um stund og menn halda að toppnum í stjórnviskunni hafi loksins verið náð.
Það sem datt núna inn á borð stjórnmálaflokkanna var hundrað ára gömul hugarsmíð sem gerði ráð fyrir að allar helstu stjórnvaldsákvarðanir yrðu teknar af sérfræðingum og það væri hin fullkomna leið til þess að ríkjunum væri stýrt á allra hagkvæmasta hátt.
Þetta var kallað verkfræðingaveldi og átti að vera æðsta stig mörg þúsund ára lýðræðisþróunar.
Menn áttuðu sig bara ekki á því strax að þetta dró úr þátttöku almennings í ákvarðanatöku og þar með lýðræði.
Aðdáunin á þessari snilld dofnaði þó skjótt, þar til núna í aðdraganda kosninga
...