Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur samið við sænska félagið Häcken. Häcken, sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni, kaupir hana af uppeldisfélaginu Val. Fanney Inga er aðeins 19 ára gömul en hefur staðið í…

Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur samið við sænska félagið Häcken. Häcken, sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni, kaupir hana af uppeldisfélaginu Val. Fanney Inga er aðeins 19 ára gömul en hefur staðið í marki Vals undanfarin tvö tímabil þar sem hún hefur orðið Íslands- og bikarmeistari. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarið ár og spilað sjö A-landsleiki. Valur tilkynnti í raun félagaskiptin fyrir mistök fyrir um tveimur vikum, án þess að þau væru frágengin. Þeirri tilkynningu var eytt, en hefur nú verið birt á ný.

Markvörðurinn Holden Trent er látinn aðeins 25 ára gamall en hann var leikmaður Phladelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Félagið greindi frá andlátinu um helgina en gaf ekki upp dánarorsök. Trent gekk í raðir Philadelphia í fyrra en hann var valinn númer 28 í nýliðavalinu. Þá hafði

...