Þorbjörg Þóroddsdóttir fæddist 23. ágúst 1938. Hún lést 1. október 2024.
Útför hennar fór fram 11. október 2024.
Við kveðjum nú kæra vinkonu til margra ára, Þorbjörgu Þóroddsdóttur, með miklum söknuði. Kynni okkar af Þorbjörgu og Bjarna Hannessyni eiginmanni hennar hófust fyrir meira en hálfri öld þegar Bjarni var við sérnám í heila- og skurðlækningum í Hanover New Hampshire og Þorgeir við nám í verkfræði í Cambridge í Massachusetts.
Góð tengsl mynduðust gjarnan milli Íslendinga, sem dvöldu við nám og störf í Nýja-Englandi á þessum tíma og urðu að vináttu til lífstíðar. Þessi tengsl áttu eftir að eflast og styrkjast eftir heimkomuna til Íslands. Umræðurnar í hópi landanna snerust oftar en ekki um íslensk málefni, sem voru brotin til mergjar í helgarheimsóknum milli góðbúanna. Þorbjörg og Bjarni
...