Framsókn kynnti lista sína um allt land um liðna helgi. Þá skipar öflugt og vinnusamt fólk með mikla reynslu og ólíkan bakgrunn sem vill láta gott af sér leiða fyrir samfélagið. Að sama skapi er ánægjulegt að sjá nýtt fólk bætast í hópinn og efla flokkinn enn frekar, en mikil ásókn var í að komast á lista flokksins fyrir komandi kosningar til að veita samvinnustefnunni brautargengi.
Það er heiður að fá að starfa fyrir Ísland á þessum vettvangi, en því fylgir einnig mikil ábyrgð. Í 108 ár hefur Framsókn, elsti stjórnmálaflokkur landsins, lagt sitt af mörkum við að stýra landinu og auka hér lífsgæði. Það er ekki sjálfgefið að stjórnmálaafl nái svo háum aldri. Að baki honum liggur þrotlaus vinna grasrótar og kjörinna fulltrúa flokksins í gegnum áratugina, sem hafa haldið stefnu flokksins á lofti. Kosningar eftir kosningar hafa kjósendur treyst flokknum til góðra verka fyrir land og þjóð, enda þekkir
...