Bryndís Guðjónsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja lög og ljóð eftir konur á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, miðvikudaginn 30. október, kl. 12.15. Í tilkynningu segir m.a.: „Lögin, sem eru allt of sjaldan flutt, spanna yfir rúma…
Bryndís Guðjónsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja lög og ljóð eftir konur á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, miðvikudaginn 30. október, kl. 12.15. Í tilkynningu segir m.a.: „Lögin, sem eru allt of sjaldan flutt, spanna yfir rúma öld í tónlistarsögunni, en þau elstu eru frá aldamótum 1900 og þau yngstu glæný.“ Á meðal tónskálda sem eiga verk á efnisskrá eru þær Elísabet Jónsdóttir (1869-1945), Hildigunnur Rúnarsdóttir (1963), Ingibjörg Azima (1973), Ingibjörg Þorbergs (1927-2019), María Brynjólfsdóttir (1919-2005), María Markan (1905-1995), Sigfríður Jónsdóttir (1908- 1988) og Þórunn Franz (1931-2018). Ókeypis er á tónleikana.