Ólafur E. Jóhannsson
ogj@mbl.is
Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur sækja hlutfallslega mest fylgi sitt til fólks með tekjur yfir milljón á mánuði, en Samfylkingin og Miðflokkurinn fá næstmest fylgi sitt úr þeim tekjuhópi. Þetta leiðir skoðanakönnun í ljós sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið og birtist um helgina.
Í tilviki Flokks fólksins snýst dæmið við. Langflestir þeirra sem kváðust ætla að kjósa flokkinn eru lágtekjufólk með minni tekjur en 400 þúsund á mánuði. Svipuðu máli gegnir reyndar um Vinstri-græna, en lágtekjufólk er örlítið fleira hlutfallslega í kjósendahópi þeirra. Flokkurinn mælist þó aðeins með 2,4% fylgi og þarf að meira en tvöfalda það til þess að fá mann kjörinn á Alþingi. Nokkuð jöfn tekjudreifing sýnist vera meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Miðflokksins skv. könnuninni.
...