Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Lights – Fantastic Film Festival verður haldin í annað sinn á Akureyri dagana 31. október til 3. nóvember og verða sýndar 47 myndir sem falla í flokka fantasíu, kvikunar, hryllings og vísindaskáldskapar
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Lights – Fantastic Film Festival verður haldin í annað sinn á Akureyri dagana 31. október til 3. nóvember og verða sýndar 47 myndir sem falla í flokka fantasíu, kvikunar, hryllings og vísindaskáldskapar. Myndirnar verða sýndar í menningarhúsinu Hofi en auk þeirra sýninga verða ýmsir viðburðir á í boði á hátíðinni, m.a. spurningakeppni þar sem reynt verður á þekkingu keppenda á fantasíumyndum, masterclass-námskeið og umræður.
Á meðal stuttmynda hátíðarinnar í ár eru nýjar myndir þekktra höfunda, m.a. Johns R. Dilworths, höfundar Courage the Cowardly Dog og leikkonunnar Abigail Breslin sem fór með aðalhlutvekrið í Little Miss Sunshine. Þá verða sýnd verk leikstjórans
...