Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Lights – Fantastic Film Festival verður haldin í annað sinn á Akureyri dagana 31. október til 3. nóvember og verða sýndar 47 myndir sem falla í flokka fantasíu, kvikunar, hryllings og vísindaskáldskapar
Fantasía John R. Dilworth með Courage the Cowardly Dog, huglausa hundinum Hugrekki.
Fantasía John R. Dilworth með Courage the Cowardly Dog, huglausa hundinum Hugrekki.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Lights – Fantastic Film Festival verður haldin í annað sinn á Akureyri dagana 31. október til 3. nóvember og verða sýndar 47 myndir sem falla í flokka fantasíu, kvikunar, hryllings og vísindaskáldskapar. Myndirnar verða sýndar í menningarhúsinu Hofi en auk þeirra sýninga verða ýmsir viðburðir á í boði á hátíðinni, m.a. spurningakeppni þar sem reynt verður á þekkingu keppenda á fantasíumyndum, masterclass-námskeið og umræður.

Á meðal stuttmynda hátíðarinnar í ár eru nýjar myndir þekktra höfunda, m.a. Johns R. Dilworths, höfundar Courage the Cowardly Dog og leikkonunnar Abigail Breslin sem fór með aðalhlutvekrið í Little Miss Sunshine. Þá verða sýnd verk leikstjórans

...