Hjörtur fæddist 12. febrúar 1951. Hann lést 11. október 2024.

Útför hans fór fram 18. október 2024.

Ég vil í fáum orðum minnast tengdaföður míns Hjartar Lárusar Harðarsonar. Ég kynntist Hirti fyrir um 32 árum og með okkur tókst strax mikil og góð vinátta, með lægðum og hæðum eins og gerist á löngum tíma. Hjörtur var maður orða sinna og það sem hann sagði stóð, hann var heiðarlegur og afar skemmtilegur maður og mikill húmoristi.

Hann elskaði strákana okkar Erlu og þeir voru afar hændir að afa sínum og hann fylgdist vel með þeirra daglega lífi. Ég fékk Hjört í hina frábæru íþrótt golf og hann gjörsamlega féll fyrir henni og gat endalaust rætt og talað um golf og þann góða og skemmtilega félagsskap sem þeirri íþrótt fylgir.

Hjörtur var með ónýt lungu og átti

...