Í tilefni af útgáfu plötunnar Yours Unfaithfully heldur Stína Ágústsdóttir útgáfutónleika annað kvöld, 30. október, á Bird Rvk, Tryggvagötu 24. Stína er ein fremsta djass- og djasspopptónlistarkona landsins, að því er segir í tilkynningu, og hefur á …
Stína Ágústsdóttir
Stína Ágústsdóttir

Í tilefni af útgáfu plötunnar Yours Unfaithfully heldur Stína Ágústsdóttir útgáfutónleika annað kvöld, 30. október, á Bird Rvk, Tryggvagötu 24. Stína er ein fremsta djass- og djasspopptónlistarkona landsins, að því er segir í tilkynningu, og hefur á síðustu árum haslað sér völl erlendis. Tilætlunarsemi þjóðfélagsins og hvað það þýðir að vera kona, móðir og eiginkona er sagt vera innblástur plötunnar. Platan er sögð flóðið sem myndaðist þegar Stína gerði uppreisn innra með sér og fann tilfinningum sínum farveg í tónlistinni. Tónlistin er sögð tilfinningaþrungin og er lýst sem blöndu af poppi, sál og djassi með tilraunakenndu ívafi. Með Stínu á tónleikunum verða þeir Mikael Máni gítarleikari, Henrik Linder bassaleikari, Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari og Magnús Trygvason Eliassen.