Fundi samninganefnda Kennarasambands Íslands (KÍ), ríkisins og sveitarfélaga lauk um kvöldmatarleytið í gærkvöldi án árangurs og hófst því verkfall kennara í níu skólum á miðnætti í gær. Kennarar í fjórum skólum til viðbótar munu leggja niður störf í nóvember náist samningar ekki fyrir þann tíma
Geir Áslaugarson
geir@mbl.is
Fundi samninganefnda Kennarasambands Íslands (KÍ), ríkisins og sveitarfélaga lauk um kvöldmatarleytið í gærkvöldi án árangurs og hófst því verkfall kennara í níu skólum á miðnætti í gær. Kennarar í fjórum skólum til viðbótar munu leggja niður störf í nóvember náist samningar ekki fyrir þann tíma.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að búið sé að boða til vinnufunda á morgun og á miðvikudaginn en eftir á að boða næsta samningafund. „Við vonum bara að hann komist fljótt á koppinn,“ segir
...