Tíðar endurtekningar á því að Carbfix sé að flytja inn skaðlegan úrgang eða rusl og dæla honum niður eru rangar.
Ólafur Elínarson
Ólafur Elínarson

Ólafur Elínarson

Það er enn á ný tilefni til að skrifa um innflutta efnið sem Carbfix ætlar að steinrenna í Straumsvík eftir fjölmiðlaskrif, þar á meðal frá kjörnum fulltrúum, um meintan innflutning á „eitri“. Tíðar endurtekningar á því að verið sé að flytja inn skaðlegan úrgang eða rusl og dæla honum niður eru rangar.

Athugum staðreyndir. Samkvæmt texta í umhverfismatsskýrslu EFLU vegna Coda Terminal stendur skýrt:

„Carbfix mun gera kröfu um afhendingu efnagreiningar CO2-straums fyrir affermingu í Straumsvík. Að auki mun Carbfix mæla hreinleika CO2-straums fyrir dælingu í geymslutanka Coda Terminal, til að ganga úr skugga um að hann uppfylli kröfur um samsetningu í samræmi við skilgreiningu í starfsleyfi til

...