Í Noregi Barnabörnin Flóki og Agla Guðrún ásamt Sindra föður sínum.
Í Noregi Barnabörnin Flóki og Agla Guðrún ásamt Sindra föður sínum.

Birna Bragadóttir fæddist 29. október 1974 í Reykjavík. „Foreldrar mínir vilja meina að það sé vestfirskt blóð í mér þar sem þau störfuðu á Núpi í Dýrafirði og segja mig nefnda eftir Birnu sem gekk á land fyrir vestan árið sem ég fæddist.“

Fyrsta árið bjó Birna í risíbúð í Kópavogi. „Þaðan fluttum við fjölskyldan til Grindavíkur sem var ævintýraheimurinn minn til sex ára aldurs. Ég á góðar æskuminningar frá þessu fallega sjávarþorpi og naut þar mikils frelsis í leik og útiveru. Sem barni þótti mér miður að þurfa að flytja þaðan sex ára gömul í Kópavog. Ég sótti mikið í að fara til Grindavíkur og fór reglulega með rútu til að heimsækja bestu vinkonu mína. Nokkrum sumrum eyddi ég á Mallorca þar sem mamma starfaði sem fararstjóri. Þar vann ég fyrstu launuðu vinnuna við að passa börn Íslendinga sem þurftu barnapössun í sumarfríinu. Þegar ég var á 13. aldursári fluttum við síðan

...