Blaðamannafundur Ráðherrar Norðurlandanna og forseti Úkraínu sátu fyrir svörum að fundi loknum.
Blaðamannafundur Ráðherrar Norðurlandanna og forseti Úkraínu sátu fyrir svörum að fundi loknum. — Morgunblaðið/Eggert

Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu í gær stuðning sinn við Úkraínu á fundi sínum með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á Þingvöllum. Fóru ráðherrarnir þar m.a. yfir í hverju sá stuðningur væri falinn og mikilvægi þess fyrir alþjóðasamfélagið að Úkraínumenn bæru sigur úr býtum gegn Rússum. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði alla ráðherranna sammála um að Úkraína ætti heima í Atlantshafsbandalaginu. Þá töluðu Selenskí og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar einnig um mikilvægi þess að Evrópa og Bandaríkin stæðu við bakið á Úkraínumönnum í baráttunni gegn Rússum, enda yrði það ósigur fyrir ein­ingu, lýðveldi og frelsi vestrænna þjóða ef Rússar kæmust upp með yfirganginn. » 4