Eitt mikilvægasta viðfangsefnið við undirbúning raforkuframleiðslu með vindorku er að tryggja orku þegar vindur blæs lítið eða ekki. Í þessu samhengi er hér talað um jöfnunarorku, til að jafna afhendingu orku til viðskiptavina.
Þetta segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair Ísland, sem hyggst reisa vindmyllugarða á nokkrum stöðum á landinu. Friðjón segir að sú jöfnunarorka sem Landsvirkjun hefur sagt að sé til að dreifa fyrir öll þau vindorkuverkefni sem eru í rammaáætlun sé í kringum 30 megavött.
Friðjón bendir enn fremur á að raforkuflutningsfyrirtækið Landsnet hafi á ársfundi sínum 2023 sagt að hægt væri að taka á móti 2.500 MW af sveigjanlegri framleiðslu eins og vindorku. „Mest af slíkri getu til sveiflujöfnunar kemur frá stýranlegri orkuframleiðslu, í okkar kerfi fyrst og fremst frá miðlunarkerfi vatnsaflsvirkjana. Nánast öll
...