Óli Björn Kárason
Engu er líkara en að formaður Samfylkingarinnar forðist fjölmiðla og opinbera umræðu í aðdraganda kosninga. Kannski í þeirri von að hægt sé að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum (s.s. um stóraukna skattheimtu, Dag B. Eggertsson eða fjárhagsstöðu og þjónustu Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar) eða segja eitthvað sem fær kjósendur til að hugsa sig tvisvar um hvort rétt sé að veðja á vinstriflokk sem leggur meira upp úr því að hækka skatta en stækka þjóðarkökuna og sneið launafólks í henni.
Munurinn á hugmyndafræði samfylkingar- og sjálfstæðismanna kom ágætlega fram í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi 11. mars síðastliðinn. Þá gagnrýndi Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina fyrir „sársaukafullan“ niðurskurð undir lok liðins árs og ófjármögnuð áform um útgjöld
...