Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d4 exd4 5. 0-0 Bc5 6. e5 d5 7. exf6 dxc4 8. fxg7 Hg8 9. Bg5 f6 10. He1+ Kf7 11. Bh6 Kg6 12. Dc1 Dd5 13. Rh4+ Kh5

Staðan kom upp í efstu deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Þessi staða í skák Baldurs Teodors Peterssonar (2.187), hvítt, og Björns Þorfinnssonar (2.356) þótti mörgum forvitnileg en sérstaka athygli vakti að Björn hafði teflt mjög hratt í byrjun tafls og ekki hræðst það að koma kóngi sínum á h5 eftir þrettán leiki. En eins og jafnan þá þarf að tefla vel til að refsa andstæðingnum fyrir kæruleysislega taflmennsku. Skákreiknar segja að hvítur hafi unnið eftir 14. f3!, sem dæmi hrynur svarta staðan eftir 14. … Kxh4 15. Df4+ Kh5 16. Dxf6. Hvítur lék hins vegar 14. Rf3? Bg4! 15. Df4 Df5 16. Rbd2? Bd6! og hvítur gafst upp.