Fimm lið eru jöfn á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta, en þrír leikir fóru fram í 5. umferð deildarinnar í gærkvöldi. Mikil spenna var í Smáranum þar sem Grindavík hafði betur gegn Keflavík í grannaslag, 68:67
Körfubolti
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fimm lið eru jöfn á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta, en þrír leikir fóru fram í 5. umferð deildarinnar í gærkvöldi.
Mikil spenna var í Smáranum þar sem Grindavík hafði betur gegn Keflavík í grannaslag, 68:67. Bæði lið eru nú á meðal þeirra fimm efstu með sex stig.
Alexis Morris var hetja Grindavíkur því hún skoraði sigurkörfuna fjórum sekúndum fyrir leikslok. Hún skoraði alls 33 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Staðan eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik var 56:53, Grindavík í vil. Grindavík vann fyrsta leikhlutann 25:12 og Keflavík annan leikhluta 23:15. Úr varð æsispennandi seinni
...