Norðurlönd hafa stutt dyggilega við Úkraínu í vörn hennar gegn innrás Rússa, en á mánudag kom Volodimír Selenskí Úkraínuforseti til fundar við forsætisráðherra Norðurlanda á Íslandi og í gær ávarpaði hann Norðurlandaráðsþing
Viðtal
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Norðurlönd hafa stutt dyggilega við Úkraínu í vörn hennar gegn innrás Rússa, en á mánudag kom Volodimír Selenskí Úkraínuforseti til fundar við forsætisráðherra Norðurlanda á Íslandi og í gær ávarpaði hann Norðurlandaráðsþing. Að því loknu gaf hann óvænt sex norrænum blaðamönnum kost á því að setjast niður með sér í drykklanga stund í afviknu fundarbergi í hinu nýja skrifstofuhúsi Alþingis við Vonarstræti.
Selenskí gekk öruggum skrefum inn í salinn, bauð góðan dag, fékk sér sæti og dæsti, svo blaðamaður Morgunblaðsins reið á vaðið:
Langur dagur?
„Langur dagur,“ staðfestir hann. „Langir
...