Klerkastjórnin afhjúpar enn ómennsku sína

Íranar tóku á mánudag Jamshid Sharmahd, Þjóðverja af írönskum uppruna, af lífi. Sharmahd var sakaður um hryðjuverk. Engar sönnur voru færðar á sakargiftirnar.

Sharmahd flutti frá Íran til Þýskalands þegar hann var barn að aldri. Upp úr aldamótum flutti hann svo til Bandaríkjanna.

Íranska leyniþjónustan greip hann þegar hann var á ferð í Dúbaí árið 2020 og nam hann brott. Síðan hefur hann verið í haldi í Íran. Byltingardómstóll dæmdi hann til dauða í sýndarréttarhöldum í febrúar í fyrra.

Fjölskylda Sharmahds sagði að hann hefði verið beittur pyntingum og barðist fyrir því að hann yrði látinn laus og þýsk stjórnvöld beittu miklum þrýstingi, en allt kom fyrir ekki.

Aftakan hefur verið harðlega gagnrýnd. Annalena Baerbock

...