Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Íslensku flugfélögin hafa gengið í gegnum mótvind að undanförnu og þurft að aðlaga sig hratt breyttum aðstæðum. Þar má helst nefna sveiflur í eldsneytisverði, aukna samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum, hærri launakostnað og auknar kröfur á sviði loftslagsmála.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að ef marka megi gögn úr fluggeiranum utan úr heimi þá sé það krefjandi og líklega ósjálfbært að reka tvö tengiflugfélög frá Íslandi. Blaðamaður ViðskiptaMoggans hitti hann í höfuðstöðvum Icelandair í gamla Loftleiðahúsinu við Nauthólsveg. Meðal þess sem rætt var um var rekstur Icelandair, tækifærin og áskoranirnar í flugrekstri og hans ferill sem hófst í endurskoðun.
Lággjaldaflugfélagið Play hefur líkt og þekkt er og
...