Vinkonurnar Sigrún Salka Árnadóttir, Ragna Brák Árnadóttir, Úlfrún Yrja Guðbjartsdóttir og Ylfa Rán Ingólfsdóttir héldu nýlega tombólu fyrir utan Krónuna á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði til að styrkja fátæk börn í Afríku. Stelpurnar söfnuðu alls 11.500 krónum sem þær færðu Rauða krossinum. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag í þágu mannúðar!