„Tilfinningin er ógeðslega góð. Þetta er eitthvað sem ég var búinn að hugsa fyrir leik að ég vildi reyna að ná. Síðan fæ ég tækifæri í leiknum og þá einhvern veginn gekk allt upp,“ sagði Benoný Breki Andrésson, knattspyrnumaður hjá KR, í samtali við Morgunblaðið
21 Benoný skoraði 21 mark í 26 leikjum, var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar og er leikmaður haustmánaða hjá Morgunblaðinu.
21 Benoný skoraði 21 mark í 26 leikjum, var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar og er leikmaður haustmánaða hjá Morgunblaðinu. — Morgunblaðið/Óttar

Fótboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Tilfinningin er ógeðslega góð. Þetta er eitthvað sem ég var búinn að hugsa fyrir leik að ég vildi reyna að ná. Síðan fæ ég tækifæri í leiknum og þá einhvern veginn gekk allt upp,“ sagði Benoný Breki Andrésson, knattspyrnumaður hjá KR, í samtali við Morgunblaðið.

Vísaði Benoný þar til markametsins í efstu deild á Íslandi sem hann sló um síðustu helgi með því að skora fimm mörk í 7:0-sigri á HK í lokaumferðinni. Benoný Breki skoraði þar með 21 mark í 26 leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu og varð fyrsti karlinn frá upphafi sem nær að skora meira en 19 deildarmörk á einu tímabili.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk í fimm síðustu leikjum sínum á tímabilinu,

...