Benoný Breki Andrésson sóknarmaður KR var besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta á haustmánuðunum 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Með „haustmánuðum“ er átt við síðustu sex umferðir Íslandsmótsins, eða alla leiki frá 13. september til 27. október, frá og með 22. umferð deildarinnar. Hann bætti markametið með fimm mörkum í lokaumferðinni gegn HK. » 22